Mikið vatnsveður hefur gengið yfir Norðurland síðustu daga og verulega mikil úrkoma á Tröllaskaga. Siglufjarðarvegur hefur verið lokaður vegna skriða og grjóthruns.

Miklir vatnavextir hafa verið í ám og lækjum með tilheyrandi flóðum.

Það bilaði dæla í fráveitukerfinu á Siglufirði eins og áður hefur átt sér stað þrátt fyrir endurbætur á kerfinu, fylltust brunnar og flæddi inn í nokkur hús á Eyrinni.

Meðfylgjandi í frétt eru nokkrar eldri fréttir af flóðum og dælukerfi Fjallabyggðar. Lesendur Trölla hafa haft samband við miðilinn og lýst yfir miklum vonbrigðum með ástandið sem virðist viðvarandi þrátt fyrir þær endurbætur sem hafa verið gerðar á fráveitukerfinu.

Enn og aftur allt á floti á Siglufirði
Biluð dæla í fráveitukerfi Siglufjarðar

Samkvæmt Veðurstofu Íslands þá hefur úrkoma sl. 24 tíma mælst 119 mm á Siglufirði og 97 mm í Ólafsfirði.

Meðfylgjandi myndir af ástandinu á Siglufirði tóku þau, Árni Heiðar Bjarnasson, Ragnar Ragnarsson og Sigríður Oddný Baldursdóttir..

Veðurhorfur fyrir norðan í dag er norðan og norðvestan átt 5-13 m/s. Rigning með köflum eða súld á norðurhelmingi landsins. Yfirleitt þurrt sunnantil og bjart með köflum. Hiti 5 til 15 stig, mildast syðst.
Dregur úr vætu fyrir norðan seinnipartinn á morgun.

Tjaldsvæðið á floti
80 cm djúpt vatn í Njarðarskemmu
Flæðir inn í hús á Siglufirði
Fjallabyggð kaupir nýjar vatnsdælur
Nýjar vatnsdælur til Siglufjarðar
Mynd/Árni Heiðar Bjarnason
Viðbragðsaðilar kallaðir út á Siglufirði