Um helgina fór fram Northern Light Bridge Festival á Siglufirði.

Það er Bridgefélag Siglufjarðar sem heldur mótið, nú í þriðja sinn. Á föstudag fór fram parakeppni, en sveitakeppni á laugardag og sunnudag.

Fyrstu verðlaun í sveitakeppni.

 

Northen Light Bridge Festival í íþróttahúsinu á Siglufirði.

 

Keppendur voru flestir íslenskir en auk þess var eitt par frá Danmörku og annað frá Svíþjóð. Margir sterkir spilarar tóku þátt í mótinu. Keppnisstjóri var Vigfús Pálsson frá Reykjavík.

Vigfús Pálsson stjórnaði keppninni.

 

Alls tóku um 100 manns þátt í parakeppninni á föstudag. Sigurvegarar í parakeppni voru Kristján Már Gunnarsson og Gunnlaugur Sveinsson.

Kristján Már Gunnarsson og Gunnlaugur Sveinsson sigruðu parakeppnina.

 

Aðalsteinn Jörgensen og Sigurður Sverrisson hrepptu annað sætið í parakeppni.

 

Ragnar Magnússon og Steinar Jónsson lentu í þriðja sæti parakeppninnar.

 

Í sveitakeppni tóku þátt 120 manns. Sigursveitirnar voru: TM Selfossi fyrsta sæti, Hótel Hamar annað sæti og Lögfræðistofa Íslands í þriðja sæti.

TM Selfossi vann sveitakeppnina.

 

Annað sæti í sveitakeppni hlaut Hótel Hamar.

 

Lögfræðistofa Íslands náði þriðja sæti í sveitakeppni mótsins.

 

Bridgefélag Siglufjarðar hélt upp á 80 ára afmæli á laugardagskvöld, með veislu á Rauðku. Við það tækifæri voru þær Sigrún Þór, Kristín Bogadóttir, Karólína Sigurjóns og Guðrún Jakobína heiðraðar fyrir gott framlag á mótinu í umgjörð og veitingum. “Þeir segja það nokkrir karlmenn hérna að þetta bridgefélag væri ekki til ef við værum ekki”, sagði ein þeirra í samatali við Trölla.

Heiðurskonurnar fjórar í eldhúsinu, þær Guðrún, Kristín, Karólína og Sigrún.

 

Gunnar I Birgisson var einnig heiðraður, með blómum og koníaki, fyrir að koma upp mótinu “Northern Light Bridge Festival” á Siglufirði. Gunnar hefur verið mjög ötull og öflugur stuðningsmaður þessa móts, og ólíklegt að af því hefði orðið án hans tilstillis.

Frá miðjum október er spilað vikulega í Bridgefélagi Siglufjarðar yfir veturinn.

Fáni Bridgefélags Siglufjarðar.

 

Frétt: Gunnar Smári Helgason
Myndir: Kristín Sigurjónsdóttir