Klukkan 13:00 til 14:00 verður þátturinn Tónlistin á dagskrá FM Trölla.
Það er Palli litli sem stjórnar þættinum og sendir út úr stúdíói III í Noregi.

Þátturinn í dag verður með hefðbundnu sniði: Ný lög og eitt notað lag.

Þeir flytjendur sem hlustendur munu heyra í í dag eru eftirfarandi:
Dirty Loops
Piparkorn
Late Runner
The Rolling Stones
Dan Van Dango
Sálin hans Jóns míns
The Doobie brothers
Richard Walters
Cory Wong og Dirty Loops

5 lög af nýju plötu The Rolling Stones, Hackney Diamonds, verða spiluð í þættinum, þar á meðal eitt af tveimur sem trommuleikarinn Charlie Watts heitinn náði að spila inn á plötuna. Charlie dó árið 2021 en lögin tvö spilaði hann inn á upptöku árið 2019.
Fyrir áhugasama eru hér að neðan upplýsingar um það fólk sem tók þátt í að gera þessa nýju plötu þeirra The Rolling Stones.

Mick Jagger  – aðal- og bakraddir, gítar, slagverk, munnharpa í lögunum „Dreamy Skies“ og „Rolling Stone Blues“
Keith Richards  – gítar, bassagítar, bakraddir, aðalsöngur í laginu „Tell Me Straight“
Ronnie Wood  – gítar, bassagítar, bakraddir

Aðrir sem komu að gerð plötunnar eru:
Paulina Almira – myndskreyting
Ron Blake – trompet í laginu „Get Close“ og „Sweet Sounds of Heaven“.
David Campbell  – strengjaútsetningar
Matt Clifford – hljómborð, píanó, Wurlitzer
Matt Colton  – mastering í Metropolis Studios
Karlos Edwards – slagverk
Serban Ghenea  – blöndun í MixMaster Studios, Virginia Beach, Virginia, Bandaríkjunum (nema “Rolling Stone Blues”)
Elton John  – píanó í laginu „Get Close“ og „Live by the Sword“
Steve Jordan  – trommur
James King  – saxófónn í laginu „Get Close“ og „Sweet Sounds of Heaven“.
Lady Gaga  – söngur í laginu „Sweet Sounds of Heaven“
Paul Lamalfa – hljóðblöndun í laginu “Rolling Stone Blues”
Paul McCartney  – bassagítar í laginu “Bite My Head Off”
Studio Fury – liststjórn og hönnun
Benmont Tench  – hljómborð og orgel í laginu “Depending On You” og “Dreamy Skies”
Marc VanGool – tæknimaður, gítartæknir (aðstoðarmaður stúdíó)
Don Was  – viðbótarframleiðsla í laginu “Live by the Sword”
Andrew Watt  – bassagítar, gítar, slagverk, hljómborð, bakraddir, strengjaútsetning og blöndun í laginu „Rolling Stone Blues“.
Charlie Watts  – trommur í laginu “Mess It Up” og “Live by the Sword”
Stevie Wonder  – hljómborð og píanó í laginu „Sweet Sounds of Heaven“
Bill Wyman  – bassagítar í laginu “Live by the Sword”

Missið ekki af þættinum Tónlistin í dag klukkan 13:00 til 14:00 á FM Trölla og á trölli.is

FM Trölli er á FM 103.7 MHz á Tröllaskaga, í Skagafirði og á Hvammstanga og nágrenni.

Einnig má hlusta á netinu, hér á trolli.is, í Spilaranum t.d. í Apple TV og ýmsum nýrri sjónvarpstækjum, á vefsíðunni radio.garden og á tunein.com