Á 308.  fundi sveitarstjórnar þann 18. desember s.l. var samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum tillaga byggðaráðs um reglur Dalvíkurbyggðar um birtingu gagna með fundargerðum í ráðum og nefndum Dalvíkurbyggðar.

Tilgangurinn með þessum reglum er að auka aðgang íbúa Dalvíkurbyggðar að gögnum sveitarfélagsins, fyrirtækja þess og samtaka eftir því sem lög og reglur heimila.

Erindi frá einstaklingum eru ekki birt að frumkvæði sveitarfélagsins á vef Dalvíkurbyggðar.  Með erindi frá einstaklingum og/eða hópi einstaklinga þarf að koma fram með skýrum hætti ósk um birtingu.

Gögn með tillögum og/eða erindum sem eiga eftir að hljóta afgreiðslu sveitarstjórnar eru ekki birt fyrr en fundargerðir og mál hafa fengið umfjöllun og afgreiðslu í sveitarstjórn.  Þetta þýðir að þegar fundargerðir byggðaráðs og fagráða eru birtar á heimasíðu sveitarfélagsins eftir lok fundar birtast þá eingöngu gögn með málum sem þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar með þeim fyrirvara að birting sé heimil á grundvelli laga, reglugerða og reglna sveitarfélagsins.  Í reglum sveitarfélagsins um birtingu gagna kemur m.a. fram í 4. og 5. grein hvaða gögn er ekki heimilt að birta og hvaða gögn er ekki skylt að birta.

Eftir fund sveitarstjórnar eru gögn birt undir viðkomandi málum sem þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar í  fundargerðum byggðaráðs og fagráða að uppfylltum ofangreindum skilyrðum.

Reglurnar í heild sinni er hægt að nálgast HÉR