Tónlistarmaðurinn Joe Dubius sendi frá sér nýtt lag nú fyrr í þessum mánuði.
Lagið heitir Kveðja frá Mexíkó. Höfundur og flytjandi er Joe Dúbíus eða Andri Már Sigurðsson söngvari hljómsveitarinnar Contalgen Funeral sem er núna búsetturí Mexíkó.
Andri segir þetta um lagið:
Lagið Kveðja frá Mexíkó er ljúfur sumarslagari í Mexíkönskum Bóleró stíl.
Það er mikið innblásið af fréttum frá Íslandi og leiðinlegu veðri hjá ykkur í vor.
Lagið var samið í garðinum og gönguferðum í útjaðri sveitaþorpsins La Erre þar sem ég sem ég bý. La Erre er í Guanajuato fylki sem er um miðbik Mexíkó.
Hér er þurt og mikið af kaktusum margir þeirra á stærð við tré. Hér er lífið hægfara og má sjá smala með búfénað, götuhunda og asna dragandi heimatilbúnar kerrur.
Ég rækta mitt eigið grænmeti, er með hænur, endur og kanínur sem gefa mér egg og kjöt.
Ég hef aðeins spilað eina tónleika hérna í Mexíkó útaf covid, Þá tók ég gigg á vínekru hjá vinum mínum hérna stutt frá. Lagið er tekið upp af Þórólfi Stefánsyni í svíþjóð og söngurinn hérna í Mexíkó.
Sendi með eina sæta mynd af okkur feðgum og bið að heilsa öllum á Íslandi.