Ofnbökuð ostapylsa

  • pylsur
  • pylsubrauð
  • mjúkt smjör
  • pizzaostur
  • cheddarostur

Kveikið á grillinu á ofninum. Smyrjið pulsubrauðin með mjúku smjöri að utan og leggið þau opin á ofnplötu með smjörhliðina niður.

Stráið rifnum cheddar og pizzaosti yfir þau (mér þykir gott að hafa mikinn ost, set um 1 dl á hvert brauð). Skerið pylsurnar eftir þeim endilöngum þannig að þær haldast saman en geta legið flatar á ofnplötunni.

Setjið þær á ofnplötuna með pylsubrauðunum með flötu hliðina niður. Setjið í ofninn í um 2 mínútur, snúið þá pylsunum við og látið grillast í 1 mínútu til viðbótar.

Setjið pylsuna þá á aðra hliðina á pylsubrauðinu, stráið um 3 msk af rifnum osti yfir, lokið pulsubrauðinu og grillið áfram þar til osturinn hefur bráðnað.

Berið fram með tómatsósu og sinnepi.

 

 

 

 

 

 

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit