50 ára afmælismót Golfklúbbs Siglufjarðar var haldið um síðustu helgi í norðan kalda og mikilli rigningu eða slagveðri á köflum.

Um kvöldið var svo lokahóf og afmælispartý Formaður bauð gestum velkomin og var boðið upp á léttar veitingar.

Myndir frá verðlaunaafhendingunni.

Kristján L. Möller tók saman gömul rit og sýndi gestum. (Sem var mjög áhugavert og skemmtilegt)

Kristján afhenti einnig gjöf frá Golfsambandi Íslands og fór með kveðju frá þeim. Formaður talaði um nútímann og hvað klúbburinn er búinn að stækka á síðustu árum og hver stefnan er.

2018 – 44 félagsmenn
2019 – 76 félagsmenn og 20 börn
2020 – 101 félagsmaður og 20 börn

Heiðursnælur voru nældar í fyrrum formenn, stjórnendur og góðvini klúbbsins.

Síðan var verðlaunaafhending og svo var dregið úr skorkortum.

Segja má að veður og skemmtilegt lokahóf hafi gert afmælismótið öllum þeim sem þátt tóku ógleymanlegt.

Úrslit mótsins.


Myndir Golfklúbbur Siglufjarðar