SÍBS Líf og heilsa er forvarnaverkefni um heilbrigði og lífsstíl þar sem SÍBS ásamt Samtökum sykursjúkra, Hjartaheill, Astma- og ofnæmisfélag Íslands og Samtökum lungnasjúklinga bjóða almenningi ókeypis heilsufarsmælingu í samstarfi við sveitarfélög og stofnanir. Miðvikudaginn 25. september kl. 11-14 verður boðið upp á heilsufarsmælingar í samstarfi við Blönduósbæ og Heilbrigðisstofnun Norðurlands.

Mælingarnar eru hluti af hringferðum SÍBS Líf og heilsa um landið þar sem þúsundir hafa þegið ókeypis mælingu. Mældur er blóðþrýstingur, blóðfita, blóðsykur, súrefnismettun og fleira, auk þess sem þátttakendum er boðið að taka þátt í könnun um lífsstíl og heilsufar sem snertir á flestum áhrifaþáttum heilbrigðs lífs.