Vegna versnandi veðurs á Öxnadalsheiði hefur þjóðvegi 1 yfir Öxnadalsheiði verið lokað fyrir umferð.
Frekari upplýsingar veitir Vegagerðin í síma 1777
Í dag er vaxandi norðaustanátt, 13-20 m/s síðdegis og hvassara í vindstrengjum á Suðausturlandi.
Éljagangur norðantil, snjókoma eða slydda austanlands, en bjart um landið suðvestanvert.
Áframhaldandi norðaustanátt á morgun, víða 10-15 m/s, en 15-20 norðvestantil á landinu og einnig á Suðausturlandi um kvöldið. Slydda eða snjókoma norðan- og austanlands, en yfirleitt þurrt sunnan heiða.
Hiti nálægt frostmarki, en hiti að 6 stigum sunnanlands á morgun.
Spá gerð: 19.12.2019 11:42. Gildir til: 21.12.2019 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga.
Á laugardag:
Norðaustan 13-20 m/s, en hvassari í vindstrengjum suðaustanlands. Bjartviðri á Suður- og Vesturlandi, él norðanlands, en snjókoma austast á landinu. Hiti kringum frostmark.