Pastagratín – uppskrift fyrir 6-8 (jafnvel 10-12)

  • 400 g spaghetti
  • 2 kúlur af mozzarella

Kjötsósan

  • 400 g nautahakk
  • 400 g hakkaðir tómatar í dós
  • 400 g tómatmauk í dós
  • 1 laukur
  • 4 hvítlauksrif
  • 2 tsk þurrkað oregano
  • 2 tsk þurrkuð basilika
  • 2 tsk paprikukrydd
  • 1-2 tsk dijonsinnep (má sleppa)
  • 1 msk sojasósa
  • 1 msk balsamikedik eða sykur
  • 1 grænmetisteningur
  • smá chili explotion krydd eða sambal oelek
  • salt og pipar

Sósa

  • 5 dl sýrður rjómi
  • 150 rifinn ostur
  • 1 hvítlauksrif, pressað

Yfir réttinn

  • 50 g rifinn ostur

Skerið lauk smátt. Hitið olíu á pönnu og mýkið laukinn. Bætið nautahakkinu á pönnuna ásamt pressuðum hvítlauki og kryddið með oregano og basiliku. Steikið þar til nautahakkið er fulleldað. Bætið hökkuðum tómötum, tómatmauki, paprikukryddi, dijonsinnepi, sojasósu, balsamikediki, chili explotion og grænmetisteningi á pönnuna og látið sjóða saman undir loki í 20-30 mínútur. Smakkið til með salti og pipar.

Sjóðið spaghetti eftir leiðbeiningum á pakkningu, hellið vatninu frá og leggið til hliðar.

Hrærið sýrðum rjóma, rifnum osti og pressuðu hvítlauksrifi saman. Skerið mozzarella í þunnar sneiðar.

Samsetning:

Setjið helminginn af sýrða rjóma sósunni í botninn á eldföstu móti (í ca stærðinni 25 x 30 cm). Setjið spaghettí yfir. Setjið hinn helminginn af sýrða rjóma sósunni yfir og leggið mozzarellasneiðar yfir. Setjið kjötsósuna yfir og leggið sneiðar af mozzarella yfir kjötsósuna. Endið á að setja rifinn ost yfir réttinn. Setjið í 200° heitan ofn í 20-30 mínútur.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit