Mikil vakning hefur verið undafarið í Fjallabyggð um að taka til í umhverfinu. Hafa einkaaðilar og hópar verið að ganga fjöll, fjörur og nærumhverfi til tína upp það sem safnast hefur saman af allskonar drasli.

Eins og kom fram í frétt hér á Trölla.is þann um “Frábært framtak” fóru þær mæðgur Sigurlaug Sara og Hugborg Harðardóttir á sumardaginn fyrsta og tíndu upp rusl. Sjá frétt: Frábært framtak.

Ása og Örlygur í fjöruhreinsun

 

Síðan tók Markaðsstofa Ólafsfjarðar sig til um liðna helgi og tíndi upp rusl við fjörur Ólafsfjarðar, standa þau fyrir átakinu Hreysti og hreinsun í Ólafsfirði og ætla aftur að hefjast handa þann 5. maí og hittast við sundlaugina í Ólafsfirði kl. 10.00.

Ólafsfirðingar ganga fjörur

 

Einnig hafa áhugasamir aðilar í Fjallabyggð komið á átakinu Plokk í Fjallabyggð og hvetja fólk til að hefja hreinsunarátak 5. – 6. maí. Hér að neðan má sjá áskorunina sem er á facebooksíðu átaksins.

Lisa Dombrowe, Ragnar Ragnarsson og Örlygur Kristfinnsson með netadræsu

 

Lands­menn hafa tekið upp nýj­an heilsu­sam­leg­an og um­hverf­i­s­væn­an sið sem á ræt­ur sín­ar að rekja til Svíþjóðar. Að plokka snýst um að tína upp rusl á förn­um vegi á meðan gengið er eða skokkað. Það er stór­kost­legt að sam­eina áhuga á úti­veru og um­hverf­is­meðvit­und, ánægj­an af því að fara út og hreyfa sig verður marg­falt meiri með því að gera það með þess­um hætti.

Örlygur Kristfinnsson, Guðný Róbertsdóttir, Steinunn Sveinsdóttir, Ragnar Ragnarsson og Lisa Dombrowe við væna ruslahrúgu

 

Byggðin okkar hefur komið heldur illa undan vetri og því legg ég til að við tökum höndum saman og hreinsum bæina okkar.
Því hvet ég sem flesta til þess að taka þátt um helgina 5.-6. maí og að sjálfsögðu má byrja hreinsunina fyrr eða halda áfram eftir helgina.

Texti: Kristín Sigurjónsdóttir og af síðu Plokk í Fjallabyggð
Myndir: Kristín Sigurjónsdóttir og af vef