Plötuspilarinn er kominn úr jólafríi og fyrsti þáttur ársins verður í beinni útsendingu frá Studio 7 á Englandi í dag kl. 17.
Það er Oskar Brown sem stjórnar þættinum, líkt og fyrri daginn, og hann ætlar að bjóða hlustendum FM Trölla upp á frábæra tónlistarblöndu þar sem flestir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.
Á meðal þeirra sem að koma við sögu í þættinum í dag eru Adam & The Ants, Bríet, Ed Sheeran, Megas, The Script, og Tones And I.
Endilega stilltu á FM Trölla frá kl. 17 í dag, þú sérð ekki eftir því.
Plötuspilarinn er á FM Trölla alla föstudaga frá kl. 17:00 – 18:00.
FM Trölli næst á FM 103.7 á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum https://trolli.is/
Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is