- 1 ¾ bolli púrrulaukur, skorinn í bita (notið bara hvíta og ljósgræna hlutann, þið þurfið um tvo stóra lauka)
- ¾ bolli laukur, skorinn í bita
- 2 ½ tsk ólífuolía
- 1 1/4 bolli hveiti
- 1 msk + 2 tsk kornsterkja
- salt
- 6 msk smjör, skorið í teninga
- 4 egg
- ½ bolli + 1 msk rjómi
- 1 bolli + 2 msk sýrður rjómi
- smá múskat
- smá pipar
- 1½ bolli skinka, skorin í bita (ég keypti tilbúna skinkustrimla)
- ¾ bolli ostur, t.d. gouda eða gouda sterkur
Setjið stóra pönnu yfir lágan hita og steikið lauk og púrrulauk í ólívuolíu í 30-40 mínútur, eða þar til þeir eru karamelluseraðir. Hrærið annað slagið í. Takið af hitanum og kælið.
Setjið hveiti, kornsterkju, 1/4 tsk salt, smjör og 1 egg í matvinnsluvél og vinnið saman í deig (ef þið eruð ekki með matvinnsluvél notið þá handþeytara, gaffal eða hendurnar, allt virkar!).
Fletjið deigið út á hveitistráðu borði og setjið síðan yfir í bökuform (eða kökuform). Þrýstið deiginu vel í formið og kælið í ísskáp í 30 mínútur.
Á meðan bökuskelin er að kólna er rjóma og sýrðum rjóma blandað saman í skál. Hrærið eggjunum 3 sem eftir eru saman við ásamt smá múskati, salti og pipar. Hitið ofninn í 175°.
Takið bökuskelina úr ísskápnum og dreifið laukblöndunni yfir botninn á henni. Setjið þar á eftir skinkubita og rifinn ost yfir. Hellið rjóma- og eggjablöndunni yfir og setjið bökuna í ofninn. Bakið í um 25-30 mínútur, eða þar til bakan hefur fengið fallegan lit.
Berið bökuna fram heita eða við stofuhita, með góðu salati.
Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit