Stóri Plokkdagurinn er á morgun 24. apríl.

Stóri Plokkdagurinn verður haldinn á morgun, sunnudaginn 24. apríl. 

Fjallabyggð mun taka þátt og leggur til poka sem aðgengilegir verða áhugasömum Plokkurum í íþróttamiðstöðvum Fjallabyggðar bæði í Ólafsfirði og á Siglufirði dagana fyrir Plokkdaginn mikla og á Plokkdaginn sjálfan. Opnunartíma íþróttamiðstöðva er að finna hér.

Íbúar og vinir Fjallabyggðar eru hvattir til að taka virkan þátt í Stóra Plokkdeginum og tína plast og pappa annað rusl sem fallið hefur til frá íbúum, framkvæmdum eða þungaflutningum innan marka sveitarfélagsins. 

SÖFNUNARSTAÐIR Í FJALLABYGGÐ VERÐA EFTIRFARANDI:

Ólafsfjörður:
Túnið við íþróttamiðstöðina (hjá ærslabelgnum)
Brennusvæðið vestan óss

Siglufjörður:
Malarvöllurinn

Facebooksíða Plokk á Íslandi
Plokk.is

Mynd/Hugborg Inga Harðardóttir