Í dag kl. 18 mun félagið halda rafrænan fund fyrir félagsmenn á Dalvík og í Hrísey þar sem m.a. mun fara fram kosning á svæðisfulltrúa félagsins og varamanni hans. Fundurinn mun byrja kl. 18:00 og verður túlkaður á pólsku.

Félagsmenn sem ætla að mæta á fundinn þurfa að skrá sig hér fyrir neðan til að hægt verði að senda viðkomandi félagsmanni hlekk á fundinn. Leiðbeiningar munu fylgja með í þeim pósti. 

Á morgun verður eins fundur fyrir félagsmenn í Fjallabyggð og á miðvikudaginn fyrir félagsmenn á Grenivík.

Dagskrá fundarins

  1. Kosning svæðisfulltrúa og varamanns.
  2. Kynning á Gallup könnun félagsins
  3. Önnur mál.