Miðvikan fer í loftið á FM Trölla í dag kl. 16:00
Andri Hrannar hefur staðið vaktina með prýði í Miðvikunni í vetur og það er óhætt að segja að hann hafi farið um víðan völl og mörg gullkornin hafa fallið í þáttunum í vetur.
Nú er komið að síðasta þætti Miðvikunnar þessa vertíðina og nú heldur Andri á vit ævintýra í langþráðu sumarleyfi.
Andri þakkar öllum sem hlustað hafa kærlega fyrir og hlakkar til að setjast við hljóðnemann í haust, endurnærður og fínn.
Hlustið á Miðvikuna á FM Trölla á miðvikudögum kl. 16 – 18.
FM Trölli er á FM 103.7 MHz á Tröllaskaga og á Hvammstanga og nágrenni.
Einnig má hlusta á netinu, hér á trolli.is, í Spilaranum t.d. í Apple TV og ýmsum nýrri sjónvarpstækjum, á vefsíðunni radio.garden og á tunein.com