Á korti Vegagerðarinnar segir að Siglufjarðarvegur sé lokaður frá Ketilási í Fljótum.

Á vef Vegagerðarinnar segir að ófærðin sé vegna snjóa. Einnig er skafrenningur á Siglufjarðarvegi.

Hálka er frá Hofsósi að Ketilási í Fljótum og snjóþekja er á milli Hofsóss og Sauðárkróks. Snjóþekja er frá Ólafsfirði að Akureyri. Snjóþekja er á milli Varmahlíðar og Blönduóss.


Skjáskot: Vegagerðin