Sigurður Ingi Jóhannsson ritaði færslu á facebook síðu sína vegna grjóthrunsins á Siglufjarðarvegi í gærmorgun.
Grjóthrun á Siglufjarðarvegi
Þar segir Sigurður Ingi. “Atburður sem þessi undirstrikar alvarleika málsins. Eina varanlega lausnin felst að mínu mati í gerð jarðgangna milli Siglufjarðar og Fljóta.
Rannsóknum er á jarðlögum er lokið og tillaga að jarðgöngum frá Fljótum til Hólsdals í Siglufirði hefur verið gerð. Göngin hafa verið nefnd Siglufjarðarskarðsgöng, um 5,2 km löng og myndu stytta Siglufjarðarveg um 14 km.
Þau myndu koma í stað erfiðs kafla frá Fljótum að Strákagöngum sem er snjóþungur og veðrasamur og þá þyrfti jafnframt hvorki að fara lengur um jarðskriðssvæði í Almenningum né Strákagöng.
Hræðist að keyra Siglufjarðarveg
Vegurinn er vaktaður sérstaklega af Vegagerðinni og við aðstæður eins og þessar fjölgar eftirlitsferðum i 3-4 á dag. Slíkar eftirlitsferðir koma hins vegar augljóslega ekki í veg fyrir grjóthrun. Þá er unnið að heildstæðri greiningu á jarðgangakostum á Íslandi sem verður grunnur að frekari forgangsröðun í næstu samgönguáætlun. Mikilvægt er að fyrirsjáanleiki sé við gerð jarðganga og að íbúar geti séð hvar framkvæmdir eru í röðinni.
Sjálfur tel ég að þörfin fyrir jarðgöng milli Siglufjarðar og Fljóta sé augljós og það hljóti að vega þungt inn í þá forgangsröðun. En forgangsröðunin sjálf er ekki nægjanleg. Tryggja þarf að unnið sé að a.m.k. einum jarðgöngum á hverjum tíma og helst tveimur og að ekki komi hlé í framkvæmdir eins og núna. Það er mál sem ég vil beita mér fyrir.”
Hrikalegar myndir af Siglufjarðarvegi
Forsíðmynd/Stefanía Hjördís Leifsdóttir