Íbúar á Tröllaskaga og í Eyjafirði vöknuðu margir hverjir upp við snarpan jarðskjálfta sem mældist 4,6 að stærð klukkan sautján mínútur í fjögur í nótt.

Jarðskjálftinn varð skammt norðvestur af Gjögurtá.og fundu íbúar á Akureyri, Dalvík og Fjallabyggð hressilega fyrir skjálftanum. Öflugur eftirskjálfti varð tíu mínútum síðar 3,7 að stærð.

Síðast varð skjálfti þann 19 júlí á sömu slóðum upp á  4,4  að stærð.