Snjóþekja er í Húnavatnssýslu, Tröllaskaga og á Þverárfjalli en hálka á Vatnsskarði og Varmahlíð. Hálkublettir eru á nokkrum öðrum leiðum.

Vetrarfærð er víða um land og full ástæða til að huga að notkun vetrardekkja. Vakið er einnig athygli á gulri veðurviðvörun Veðurstofu Íslands á norðanverðu landinu um helgina.

Hægr er að fylgjast með færð á vegum: HÉR

Hægt er að fylgjast með veðrinu á Siglufirði í gegnum vefmyndavél Trölla.is.

Veðurhorfur á landinu

Vaxandi norðanátt, víða 13-20 seinnipartinn. Rigning eða slydda norðantil og snjókoma á heiðum, en þurrt syðra. Dregur úr vindi og úrkomu síðdegis á morgun, norðan 8-15 annað kvöld og skúrir eða él, en bjart syðra.
Hiti 1 til 9 stig, hlýjast syðst.

Heimildir og skjáskot/Vegagerðin og Veðurstofa Íslands