Samkvæmt reglum um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka er bæjarstjórn Fjallabyggðar heimilt að veita styrki til greiðslu fasteignaskatts af fasteignum þar sem fram fer starfsemi sem ekki er rekin í ágóðaskyni, svo sem menningar,- íþrótta,- æskulýðs- og tómstundastarfsemi og mannúðarstörf sbr. heimild í 2. mgr. 5. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga.
Auglýst er eftir styrkumsóknum að hausti ár hvert og er styrkjum úthlutað í upphafi næst komandi árs.
Úthlutaðir styrkir til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka fyrir árið 2021 nema alls kr. 3.549.408.-.