Ólöf Ýrr Atladóttir mætti á 771. fund bæjarráðs í gegnum fjarfundabúnað. Ólöf hélt tvö erindi undir þessum dagskrárlið og var annað um verkefni tengt nærandi ferðaþjónustu í Fjallabyggð. Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 500.000 á árinu 2023.

Hitt erindi Ólafar undir þessum dagskrárlið um verkefni tengt eflingu ráðstefnuhalds og funda á Siglufirði.
Bæjarráð samþykkti að styrkja verkefnið um kr. 250.000 á árinu 2023.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að leiða verkefnin fyrir hönd sveitarfélagsins.