Íbúar í Fjallabyggð geta tekið gleði sína á ný því þjóðlagahátið verður haldin á Siglufirði dagana 7. – 11. júlí.
Hátíðin féll niður í fyrra vegna faraldursins en nú er stefnt að því að 21. þjóðlagahátíðin verði haldin í júlí.
Gunnsteinn Ólafsson listrænn stjórnandi hátíðarinnar segir að nokkrir frábærir erlendir listmenn komi fram á hátíðinni auk íslenskra tónlistarmanna.
„Ragnheiður Gröndal heldur námskeið í þjóðlagaútsetningum, kennt verður á ukulele og fjölbreytt afrónámskeið verður haldið. Öll námskeið eru að þessu sinni ókeypis.“
Hátíðin hlaut fyrst allra Eyrarrósina fyrir frábært menningarstarf á landsbyggðinni.
En miklu skiptir að hátíðin verði vel sótt.
„Ég hvet alla íbúa Fjallabyggðar til að taka virkan þátt í þessari alþjóðlegu tónlistarveislu“, segir Gunnsteinn að lokum.

Hann kemur fram á opnunartónleikum þjóðlagahátíðar 7. júlí.
Dagskrá hátíðarinnar má sjá á siglofestival.com.