Norska þjóðlagasöngkonan Öyonn Groven Myhren kemur fram á Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði 7.-11. júlí ásamt hinum heimsfræga slagverkshóp SISU.

Þau halda sérstaka tónleika fyrir börn, þá verður flutt ballaðan Rúnasláttur um örlög brúðar á eigin brúðkaupsdegi og loks spinnur slagverkssveitin nýtt verk í Bræðsluverksmiðjunni Gránu, þar sem m.a. verður leikið á vélar verksmiðjunnar.

Þjóðlagahátíð 2021 á Siglufirði

Mynd/ Þjóðlagahátíð