Leikflokkur Húnaþings vestra hélt aðalfund sinn í Félagsheimilinu á Hvammstanga 21. maí sl.

Breytingar urðu á stjórn félagsins þegar Hörður Gylfason sagði sig frá formennsku og stjórnarsetu. Eru honum færðar kærar þakkir fyrir sitt starf í þágu leikflokksins.

Arnar Hrólfsson var kjörinn formaður og Elísabet Sif Gísladóttir var kosin í stjórn.

Stjórn leikflokksins skipa:

Arnar Hrólfsson formaður
Ingibjörg Jónsdóttir gjaldkeri
Kristín Guðmundsdóttir ritari
Þorleifur Karl Eggertsson
Elísabet Sif Gísladóttir

Rætt var um komandi leikár.

Ákveðið hefur verið að setja upp barnasýninguna Pétur Pan um næstu jól undir leikstjórn Gretu Clough. Þá hefur Ármann Guðmundsson verið ráðinn til að semja handrit fyrir næsta söngleik flokksins en er stefnt að uppsetningu um páskana 2022.

Verður handritið byggt á 15 lögum eftir Gunnar Þórðarson.

Mynd/Leikflokkur Húnaþings vestra