Hljómsveitin Næsland https://www.naesland.is/ hefur gefið út lagið “Þrái þig að fá” með söngkonunni Ernu Hrönn.
Upptökur lags fóru fram í hljóðveri Adda 800 undir stjórn Halldórs Gunnars fjallabróður. Addi 800 sá um hljóðblöndun og masteringu.
Hljómsveitin Næsland hefur verið starfandi síðastliðin ár og er mest þekkt fyrir að leika fyrir dansi á allskyns viðburðum, þ.e árshátíðum fyrirtækja, brúðkaupum o.s.frv. Meðlimir hljómsveitarinnar koma úr ýmsum áttum, m.a úr hljómsveitunum Landi og sonum, Vinum vors og blóma, Bandmönnum, Santiago, Tappa tíkarrassi o.fl.
Lagið “Þrái þig að fá” er ábreiða af ameríska country/pop smellinum “Need you now” með hljómsveitinni Lady A, en lagið kom fyrst út árið 2009 og hefur notið mikilla vinsælda víða um heim allar götur síðan. Lagið sópaði að sér verðlaunum þegar það fyrst kom út og sat m.a á toppi Billboard country listans í 5 vikur samfleytt. Það sama ár vann lagið einnig Grammy verðlaun fyrir lag ársins. Hefur lagið svo toppað marga vinsældarlista víða um heim. Endurgerð lagsins með íslenskum texta hefur legið í loftinu í smá tíma hjá Næsland, sem svo small saman með tilkomu Ernu Hrannar eftir að hún lék með bandinu á viðburði 2023.
Erna Hrönn er flestum landsmönnum kunnug sem ein af okkar bestu söngkonum, en einnig semur hún íslenska texta lagsins og flytur dúettinn með söngvara Næslendinga, Snorra Erni Clausen.
Hér er “teaser” sem gerður var í tilefni útgáfunnar. Lagið á Spotify má finna hér