Tónlistarmennirnir Herbert Guðmundsson og Örlygur Smári forsprakki hljómsveitarinnar Hr. Eydís eru í samvinnu að senda frá sér nýtt lag “Þú Veist Það Nú” og einnig var leitað til Friðriks Sturlusonar sálarmanns til textagerðar. 

Lagið er hljóðblandað í Austurríki af samstarfsmanni Herberts, Lukas Hillebrand. 

Mastering (hljóðjöfnun) var í höndum Martin Scheer, Austurríki.

Lagið er komið í spilun á FM Trölla.