Þátturinn Tíu Dropar verður á dagskrá FM Trölla í dag kl. 13 – 15

Það eru „Tröllahjónin“ Kristín Sigurjóns og Gunnar Smári sem stjórna þættinum.

Hringt verður í góða gesti og leikin tónlist úr ýmsum áttum.

FM Trölli næst á FM 103.7 á Tröllaskaga, 102.5 á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim á vefnum trolli.is

Hægt er að hlusta á þáttinn með því að smella á hlusta efst á síðunni eða hér: Hlusta

Við ætlum að gefa veglega gjöf, tvö gjafabréf í “naglaásetningu” frá Huggulegum Nöglum á Dalvík.

Stofan Huggulegar neglur á Dalvík í eigu Hugrúnar Óskar Ágústsdóttur er eins árs um þessar mundir. Þar er boðið upp á handsnyrtingu með lökkun sem endist í nokkrar vikur. Gel styrkingu á eigin neglur, gelneglur með lengingu og tásudekur.

Í öllum meðferðum eru neglur og naglabönd snyrt, notað gel þegar við á og lökkun með gellakki sem endist í nokkrar vikur. Naglabandaolía og nudd í lokin.

Handsnyrting og tásudekur tekur um 45 mín. og naglaásetning með lengingu tvo tíma. Æskilegt er að koma í lagfæringu á 4 vikna fresti sem tekur 1-1,5 tíma. Þar er mikið unnið með þunnar, viðkvæmar og nagaðar neglur og það eru margir ánægðir viðskiptavinir löngu hættir að naga neglurnar.

Í boði eru yfir 50 litir af lakki til að velja úr og mikið úrval af skrauti t.d. skrautsteinar, glimmer, límmiðar og stimplar.

Stofan er staðsett á 2. hæð í Ráðhúsinu á Dalvík og er opin kl. 8-16 virka daga en einnig er seinniparts-opnun á fimmtudögum.

Tímapantanir fara fram í skilaboðum á Facebook síðunni Huggulegar Neglur.

 

Tröllahjónin eiga enn langt í land með að taka sæmilega selfie, eða hvað!

 

Myndir: Hugrún Ósk Ágústsdóttir/Trölli.is