Þátturinn Tíu Dropar verður á dagskrá FM Trölla í dag kl 13.00 – 15.00
Það eru „Tröllahjónin“ Kristín Sigurjónsdóttir og Gunnar Smári sem stjórna þættinum.
Fáum góðan gest í heimsókn, Andri Hrannar Einarsson þáttargerðarmaður á FM Trölla kemur og ræðir einlæglega við okkur um lífshlaup sitt, sem hefur verið þungt á köflum. Okkar ljúfi og góði Andri Hrannar hefur verið lengst allra með þætti á FM Trölla, hann fór fyrst í loftið árið 2013 og hefur verið með um 150 þætti í.
„Svo rífumst við um nokkur ný lög sem kannski fara í spilun á FM Trölla – eða ekki“.
Fylgist með þættinum Tíu Dropar á FM Trölla í dag kl. 13. FM Trölli næst á FM 103.7 á Tröllaskaga, 102.5 á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim á vefnum trolli.is
Hægt er að hlusta á þáttinn með því að smella á hlusta efst á síðunni eða hér: Hlusta