Í þættinum Tónlistin í dag verður spiluð platan Diamond Star Halos með ensku hljómsveitinni góðkunnu Def Leppard.
Hljómsveitin hefur nú gefið út 12 hljóðversplötur, þá seinust 27. maí síðastliðinn.
Hljómsveitin var stofnuð í Sheffield á englandi árið 1977 en hét þá Atomic Mass fram til 1979 en þá breyttu félagarnir nafninu í Def Leppard.
Meðlimir hljómsveitarinnar eru fimm talsins:
– Joe Elliot aðalsöngur, rythmagítar, hljómborð og píanó. Starfandi frá 1977 til dagsins í dag.
– Rick Savage bassi, hljómborð og bakraddir. Starfandi frá 1977 til dagsins í dag.
– Rick Allen tommur, ásláttarhljóðfæri og bakraddir. Starfandi frá 1978 til dagsins í dag.
– Phil Collen gítar og bakraddir. Starfandi frá 1982 til dagsins í dag.
– Vivian Campbell gítar og bakraddir. Starfandi frá 1992 til dagsins í dag.
Fyrri meðlimir hljómsveitarinnar er:
– Tony Kenning trommur. Starfandi frá 1977 til 1978.
– Pete Willis gítar og bakraddir. Starfandi frá 1977 til 1982.
– Steve Clark gítar og bakraddir. Starfandi frá 1978 til 1991, árið sem hann lést.
Þann 9. október 2018 fékk Def Leppard tilnefningu frá Rock and Roll Hall of Fame. Auk 1.000 meðlima Hall of Fame atkvæðagreiðslunefndarinnar, hafði almenningur einnig tækifæri til að taka þátt í “Fan Vote”.
Þann 13. desember 2018 var Def Leppard valinn í frægðarhöll rokksins 2019. Hljómsveitin vann Klipsch Audio Fan Vote, bar sigurorð af 14 öðrum tilnefndum með 547.647 almennum atkvæðum.
Núverandi skipan hljómsveitarinnar, ásamt fyrri meðlimum Pete Willis og Steve Clark, voru teknir inn í frægðarhöll rokksins 29. mars 2019 við hátíðlega athöfn í Barclays Center í Brooklyn. Hljómsveitin var tekin inn af gítarleikara Queen, Brian May, sem sagði að þeir væru „stórkostleg rokksveit, í klassískri hefð um hvað rokkhópur er í raun og veru“ og „hópur af stórkostlegum manneskjum“.
Það verður því dálítið rokkaður en líka skemmtilegur þáttur, sem nánast ekkert verður talað í, í dag á FM Trölla og á trölli.is
FM Trölli næst á FM 103.7 í Eyjafirði, á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum trolli.is.
Á vefsíðu FM Trölla er hægt að hlusta á upptökur af öllum þáttum sem eru á dagskrá stöðvarinnar um þessar mundir.
Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á síðunni eða hér: Hlusta
Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is
Mynd: defleppard.com