Æfingar í Frístund ganga mjög vel hjá UMF Glóa. Krökkum í 1. og 2. bekk býðst að vera í fjölbreyttri hreyfingu í Íþróttaskólanum og nemendum 3. – 4. bekkjar stendur til boða að mæta á körfuboltaæfingu einu sinni í viku.

Eru tæplega 20 krakkar á körfuboltaæfingum en tæplega 30 í Íþróttaskólanum.

Á næstu dögum munu greiðsluseðlar vegna æfingagjalda birtast í heimabönkum foreldra iðkenda, en að sjálfsögðu er hægt að nota frístundaávísanir sem greiðslu.

Æfingagjöldin eru 5.000 kr. fyrir önnina og þeir sem vilja nota frístundaávísanir eru beðnir að koma þeim til Tóta þjálfara sem fyrst.

 

Líflegt hjá börnunum í Frístund

 

Frétt og myndir: UMF Glói