Um helgina var undirritaður samningur þar sem Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) og Hljóðsmárinn ehf (Trölli.is, FM Trölli o.fl.) vinna saman að því að framleiða 30 hlaðvarpsþætti (podcast).
Þættirnir verða viðtöl við fólk sem er að gera áhugaverða hluti á Norðurlandi vestra.
Gert er ráð fyrir að þættirnir verði 35 – 45 mín. að lengd, og verða þeir aðgengilegir á hlaðvarpsveitum, auk þess sem þeir verða fluttir á miðlum Trölla þegar þar að kemur.
Verkið mun taka nokkrar vikur, en ætlunin er að þetta verði vikulegir þættir.
Á forsíðumynd eru Unnur Valborg Hilmarsdóttir framkvæmdastjóri SSNV og Gunnar Smári Helgason framkvæmdastjóri Hljóðsmárans ehf við undirritunina.

Sigurvald Ívar Helgason vottaði undirskriftirnar – og tók forsíðumydnina