Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna ársins 2021:

  •   Atvinnuþróunar- og nýsköpunarstyrkir
  •   Verkefnastyrkir á menningarsviði
  •   Stofn- og rekstrarstyrkir á menningarsviði

Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 mánudaginn 16. nóv. nk. 

Á vefsíðu SSNV er að finna úthlutunarreglur, matsblað og ýmsar leiðbeiningar við gerð umsókna. Hér er linkur inn á umsóknargáttina.

Á árunum 2015-2020 bárust Uppbyggingarsjóði alls 688 umsóknir þar sem óskað var eftir 1100 millj. kr. Sjóðurinn veitti alls 475 styrki, samtals að upphæð 388 millj. kr. Hver einstakur styrkur var allt frá 150 þús. kr. og upp í rúmar 6 milljónir.

Góð umsókn eykur möguleika umsækjenda á að fá styrk úr sjóðum svo mikilvægt er að vanda vel til verka. Starfsmenn SSNV eru ætíð reiðubúnir til aðstoðar. Nú er bara að hefjast handa.

Sé styrkjunum skipt í efnisflokka þá voru veittir 111 styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar, samtals að upphæð 181 millj. kr. Verkefnastyrkir á menningarsviði voru 302, samtals að upphæð 123 millj. kr. og stofn- og rekstrarstyrkir til safna og setra voru 62, samtals að upphæð 84 millj. kr.