Fjallabyggð óskar eftir tilboðum í skóla- og frístundaakstur í Fjallabyggð samkvæmt útboðslýsingu.
Skóla- og frístundaakstur felst í reglulegum ferðum milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar með börn og unglinga vegna skóla- og frístundastarfs.
Reiknað er með 2.900 ferðum a.m.t. á ári sem gera um 49.300 km.
Á starfstíma grunnskólans þarf sætaframboð að vera 66 sæti en í sumarakstri 30 sæti.
Gerð er krafa um að öll sæti skólabifreiðar séu með þriggjafestu mjaðmar- og axlarbelti.
Reiknað er með að akstur á grundvelli útboðsins hefjist þann 20. ágúst 2019 og að gerður verði verksamningur um verkið til þriggja ára, til 19. ágúst 2022, með möguleika á framlengingu í eitt ár tvisvar sinnum.
Tilboðum skal skila á bæjarskrifstofur Fjallabyggðar, Gránugötu 24, 580 Siglufirði fyrir kl. 11:00 þriðjudaginn 18. júní 2019 og verða þau þá opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska.
Skila má tilboðum rafrænt á netfangið fjallabyggd@fjallabyggd.is
Opnunarstaður tilboða: Ráðhús Fjallabyggðar, Gránugötu 24, 580 Siglufjörður.
Hægt er að nálgast útboðsgögn á bæjarskrifstofu Fjallabyggðar að Gránugötu 24 á Siglufirði frá og með 3. júní 2019 gegn gjaldi kr. 2.000,-. Hægt er að fá gögn send rafrænt sé þess óskað.
Allar nánari upplýsingar veitir Guðrún Sif Guðbrandsdóttir
Netfang: gudrun@fjallabyggd.is
Sími: 464 9100