Fréttaritar Trölla.is, þau hjónin Kristín Sigurjónsdóttir og Gunnar Smári Helgason dvelja hluta úr ári á Gran Canaria. Þau búa í helli sem þau eiga í Angostura gljúfri ásamt 25.000 fm landi í fjöllunum fyrir ofan bæinn Vecindario.

Í gær var fimmti í útgöngubanni hjá okkur hjónum.

Fimmti dagur í útgöngubanni gekk bara þokkalega fyrir sig hjá okkur. Gunnar Smári brá sér til byggða til að ná í vistir sem voru að verða heldur fábrotnar.

Reglurnar hérna á Kanarí er að það má bara vera einn í bíl þannig að ég hélt mig heima á meðan Gunnar fór með langan innkaupalista sem ég hafði gert.

Það má segja að við þessa ferð hafi hann áttað sig fyrst fyrir alvöru á ástandinu og var brugðið.

Segjum frá þessari ferð og þeim ráðstöfunum sem við gerðum til að koma í veg fyrir smit á COVID-19.

Sjá fyrri fréttir og myndbönd: HÉR