Matvælastofnun varar neytendur sem eru með ofnæmi eða óþol fyrir pistasíum við að neyta Brikk gulrótarköku sem fyrirtækið Brauð Útgerð ehf. framleiðir. Pistasíur eru ekki merktar í innihaldslýsingu á kökunum. Fyrirtækið hefur í samráði við heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Kópavogs innkallað vöruna.
Innköllunin gildir fyrir allar vörur með dagsetningu til og með 21.01.2022
- Vöruheiti: Brikk Gulrótarkaka
- Geymsluþol: Síðasti notkunardagur
- Dagsetning: Allar dagsetningar til og með 21.01.2022
- Framleiðandi: Brauð Útgerð ehf., Miðhella 4, 220 Hafnarfirði
- Dreifing: Verslanir Nettó (Mjódd, Egilsstöðum, Hafnarfirði, Granda, Grindavík, Selfossi, Salavegi, Búðakór), Iceland Hafnarfirði, Hagkaup (Skeifan, Garðabær, Spöng, Smáralind, Kringla, Seltjarnarnes) og verslanir Krónunar (Lindir, Bíldshöfða, Selfossi, Mosfellsbæ, Granda, Grafarholti, Vallakór, Akrabraut, Fitjar, Flatahraun).
Nánar um innköllunina má fá hjá Brikk í síma 565 1665
Ítarefni
- Fréttatilkynning frá Brauð Útgerð ehf.
- Fréttatilkynning frá heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Kópavogs