Vænta má hvassviðris víða um land og hefur Veðurstofan varað við erfiðum akstursskilyrðum á fjallvegum fyrir norðan og austan.
Spáð er aukinni ofankomu á sunnudaginn sem gæti gert akstursskilyrði enn erfiðari.
Norðaustan 10-18 m/s, en hvassara í vindstrengjum undir Vatnajökli. Él á Norður- og Austurlandi, en þurrt og bjart um landið sunnanvert.
Frost 0 til 6 stig, en frostlaust sunnantil yfir daginn.
Á sunnudag:
Norðaustan 13-20 m/s og víða él eða snjókoma, en þurrt að kalla sunnanlands. Frost 0 til 7 stig.
Á mánudag:
Norðaustan 8-15 og él norðan- og austanlands, en bjartviðri sunnan heiða. Hiti breytist lítið.