Oft hefur slæmt ástand á Vatnsnesvegi í Húnaþingi vestra ratað í fjölmiðla á liðnum árum.

Nú í september 2021 er vegurinn mjög slæmur og er það mál manna að vegurinn hafi aldrei verið verri.

Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir íbúi á Vatnsnesi sagði eftirfarandi á facebook síðu sinni í gær. “Fyrir ári síðan deildi ég mynd af skólabílnum að skríða heim að loknum skóladegi með börnin okkar. Ég vildi óska að raunveruleikinn væri annar núna ári seinna en því er öfugt farið. Vegurinn er verri en hann hefur nokkru sinni verið. Ég vil því benda á aftur, nú ári síðar að öll okkar börn sem sitja í þessum skólabíl eiga, samkvæmt samgönguáætlun, eftir að keyra veg í þessu ástandi alla sína skólagöngu. Líka þau sem eru ný sest á skólabekk.”

Börnin kasta upp í skólaakstri
Lengi getur vont versnað

Myndir/Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir