Tekið fyrir mál er varðar viðbyggingarmöguleika við íþróttamiðstöðina við Hvanneyrarbraut á 782. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar.

Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að leggja fyrir bæjarráð minnisblað með tillögum um viðbyggingarmöguleika við íþróttamiðstöðina við Hvanneyrarbraut á Siglufirði.

Ljóst er að skoða þarf aðra möguleika en þá útfærslu sem reynt hefur verið að bjóða út þrisvar sinum án þess að verkið hafi hafist. Bæjarráð óskar eftir að áhersla verði lögð á aðgengismál fatlaðra, aðkomu íbúa, ökutækja og sambýli við nærliggjandi íbúðabyggð.

Einnig óskar bæjarráð eftir tillögum deildarstjóra tæknideildar um úrbætur í aðgengismálum fatlaðra við núverandi byggingu.

Viðbyggingin boðin út öðru sinni
Engin tilboð bárust í viðbyggingu íþróttamiðstöðvar Siglufjarðar

Mynd/Fjallabyggð