Veitingastaðurinn Höllin í Ólafsfirði er að kanna áhuga Siglfirðinga á heimsendum pizzum frá veitingastaðnum.

Að sögn Hildar Gyðu Ríkarðsdóttur hefur töluvert verið spurt út í þann möguleika að fá sendar pizzur yfir á Siglufjörð. Ætlar hún að kanna möguleika á því og hvernig það yrði útfært.

Það væri góð hvatning ef íbúar á Siglufirði sem áhuga hafa á því að fá pizzur, sendu skilaboð (messenger) á facebooksíðu Hallarinnar til að láta vita ef áhugi er fyrir hendi.