Gögn um vin­sæl­ustu fyrstu og önn­ur eig­in­nöfn ný­fæddra barna á Íslandi árið 2023 hafa verið birt á vefsíðu  Þjóðskrár, en þar kem­ur fram að vin­sæl­asta fyrsta eig­in­nafn meðal ný­fæddra drengja hafi verið nafnið Birn­ir.

Alls var 30 drengj­um gefið nafnið Birn­ir sem fyrsta eig­in­nafn, en næst vin­sæl­ustu nöfn­in voru Emil, Elm­ar og Jón. Þá var nafnið Em­il­ía vin­sæl­ast sem fyrsta eig­in­nafn meðal ný­fæddra stúlka, en 23 stúlk­um var gefið nafnið. Þar á eft­ir voru nöfn­in Sara, Sól­ey, Embla og Aþena. 

Þó nokkr­ar breyt­ing­ar hafa orðið á vin­sæl­ustu nöfn­un­um milli ára, en árið 2022 var nafnið Birn­ir í fimmta sæti og tek­ur nú fyrsta sætið af nafn­inu Emil. Þá hef­ur nafnið Elm­ar tekið stórt stökk úr 27. sæti í það þriðja, og nafnið Jón hækkaði einnig. 

Hjá stúlk­un­um hef­ur nafnið Em­il­ía tekið stökk úr 21. sæti í það fyrsta, en nöfn­in Sara og Sól­ey hafa einnig hækkað veru­lega frá því árið 2022. Það nafn sem tók stærsta stökkið á topp 10 list­an­um er þó nafnið Una sem fór úr 58. sæti í ní­unda sæti. 

Vin­sæl­ustu fyrstu eig­in­nöfn ný­fæddra stúlkna 2023

  1. Em­il­ía
  2. Sara
  3. Sól­ey
  4. Embla
  5. Aþena
  6. Emma 
  7. Katla
  8. Lilja
  9. Una 
  10. Vikt­oría

Vin­sæl­ustu fyrstu eig­in­nöfn ný­fæddra drengja 2023

  1. Birn­ir
  2. Emil
  3. Elm­ar
  4. Jón
  5. Óli­ver
  6. Aron
  7. Vikt­or
  8. Jök­ull
  9. Al­ex­and­er 
  10. Atlas

Mynd/pixabay