Nú í dag, þriðjudaginn 3. júlí, hófst flutningur félaga í Kvæðamannafélaginu Rímu, á rammíslenskum kveðskap eins og verið hefur undanfarin sumur. Kveðskapurinn hljómar úr turni Siglufjarðarkirkju tvisvar á dag, kl. 12:30 og aftur kl. 18:15. Hver vikudagur hefur sitt verk, þannig að þetta eru alls 7 verk.

Hér má sjá og heyra stutt myndbrot af fyrri flutningnum í dag.

 

<iframe src="https://player.vimeo.com/video/278172997" width="640" height="360" frameborder="0" allowfullscreen></iframe>

 

Frétt og mynd: Gunnar Smári Helgason