Bæjaryfirvöld í Fjallabyggð athuga nú þann möguleika að opna flugvöllinn á Siglufirði á ný en hann hefur verið lokaður um árabil. Bæjarstjórinn segir hægt að nota völlinn undir sjúkraflug og einnig til að flytja ferðamenn á svæðið.

Flugvellinum var lokað árið 2014 eftir að hann datt út úr rekstrasamningi Isavia og ríkisins. Síðan þá hefur lítið sem ekkert verið gert hvað viðhaldsvinnu varðar hvorki fyrir flugstöðvarbygginguna eða flugvöllinn sjálfan.

Flugturninn, tæki og tól öll í niðurníðslu

Heimamenn hafa hins vegar kallað eftir því að völlurinn verði opnaður á ný og Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri Fjallabyggðar segir að menn hafi verið ósáttur þegar flugvellinum var lokað.

„En það hefur verið vilji til þess að gera völlinn hæfan til þess að sjúkraflugvélar geti lent hérna og við vonum að það gangi eftir,“ segir Gunnar.

Það er ekki beint líflegt í flugturninum

Flugvélar eiga að lenda á eigin ábyrgð

 

 

 

 

 

 

 

Hann segist einnig hafa fengið fyrirspurnir frá minni flugfélögum sem vilja nota völlinn til að flytja ferðamenn á svæðið. Hann segir stefnt að því að opna flugvöllinn í sumar.

Tæki og tól eru komin til ára sinna

„Þetta væri þá flugvöllur þar sem menn myndu lenda á eigin ábyrgð og annað slíkt. Við erum ekki með neina  flugumferðarstjóra eða lýsingu en við erum með merkingar og annað í lagi,“ segir Gunnar.

 

Hér má sjá frétt og myndband með þessari frétt: Sjá myndband

Myndir: Kristín Sigurjónsdóttir
Frétt fengin af: Vísir.is