Síðasta vika var í meira lagi annasöm á Síldarminjasafninu, þegar nær 3.000 gestir heimsóttu safnið.

Til viðbótar við almennan gestagang lögðu um 40 skipulagðir hópar leið sína á safnið og nutu leiðsagna um sýningarnar.

Fjögur skemmtiferðaskip heimsóttu Siglufjörð og á þremur dögum saltaði síldargengið ríflega 700kg. af síld á planinu við Róaldsbrakka, í átta sýningum.

Að auki fór fram Þjóðlagahátíð, með tónleikum í bæði Gránu og Bátahúsinu.

Sjá myndir: HÉR