Fengum fyrirspurn frá lesenda varðandi legu skemmtiferðaskipsins Ocean Diamond við Óskarsbryggju.
Hér að neðan má sjá spurningar og svör. Þökkum við Fjallabyggð fyrir greinargóð svör.

Spurt var:
Af hverju var skemmtiferðaskipið sem kom að morgni 23. maí  látið liggja við þessa höfn (held að það sé Óskarsbryggja) þegar búið er að leggja í þennan kostnað við Hafnabryggju? Þessi sýn á bæinn er til skammar!

Svar frá Fjallabyggð:
Skipstjórinn á þessu skipi óskaði eftir því að fá að leggja að þarna. Mér skilst að hann sé nýr á skipinu og hefur hann nú komið tvisvar í sumar og lagt þarna við Óskarsbryggju. Reikna með að þegar hann hefur kynnst skipinu vel þá muni hann leggja að Bæjarbryggju.

ÞAÐ MÁ SENDA OKKUR NAFNLAUSA SPURNINGU OG VIÐ LEITUM SVARS:

TILVALIÐ AÐ SENDA OKKUR SPURNINGU, T.D. VARÐANDI SAMFÉLAGSMÁL OG ÞESS HÁTTAR.
VIÐ ÁSKILJUM OKKUR ALLAN RÉTT TIL AÐ ÁKVEÐA HVORT SPURNINGIN EÐA SVARIÐ VERÐA BIRT.
FARIÐ INN Á: AÐ HAFA SAMBAND TIL AÐ BERA FRAM SPURNINGU.

Texti: Kristín Sigurjónsdóttir og aðsendur
Mynd: Gunnar Smári Helgason