Hafnarstjóri lagði fram og fór yfir tölur um landaðan afla með samanburði við fyrra ár á 141. fundi hafnarstjórnar Fjallabyggðar.

Á Siglufirði höfðu þann 14. nóvember 13.077 tonn borist á land í 1.121 löndunum, samtímatölur fyrra árs eru 13.657 tonn í 1.273 löndunum.

Á Ólafsfirði höfðu 135 tonn borist á land í 122 löndunum, samtímatölur fyrra árs eru 374 tonn í 153 löndunum.