Advertisement

Höfundur: Gunnar Smári

Lokatónleikar Þjóðlagahátíðar 2018

Sunnudaginn 8. júlí 2018 voru lokatónleikar Þjóðlagahátíðarinnar 2018 – Brennið þið vitar. Aðsókn var mjög góð, fullt hús og vel það. Meðal gesta voru forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson og frú.   Aðalflytjandi á tónleikunum var Sinfóníuhljómsveit unga fólksins, undir stjórn Hallfríðar Ólafsdóttur. Á efnisskránni var fjölbreytt dagskrá með verkum eftir Ernest Bloch, Gunnstein Ólafsson, Aaron Copland og Pál Ísólfsson. Einleikari á fiðlu í verkum Ernest Bloch var Chrissie Telma Guðmundsdóttir.   Undir lok tónleikanna bættust í hóp flytjenda félagar úr Karlakórnum Fóstbræðrum, Karlakórnum í Fjallabyggð og Karlakór Dalvíkur. Kórarnir sungu titilverk tónleikanna, Brennið þið vitar, eftir Pál...

Lesa meira

Olga Vocal Ensemble í Tjarnarborg

Alþjóðlegi sönghópurinn Olga Vocal Ensemble mun koma fram í Tjarnarborg í kvöld, þriðjudaginn 10. júlí, kl. 20:00. Þema tónleikanna er femínismi og þeir bera yfirskriftina „It’s a Woman’s World“ þar sem listakonum síðustu 1000 ára er fagnað. Á efnisskránni eru meðal annars lög eftir Hildgard von Bingen sem fædd var árið 1098 og Barböru Strozzi sem var uppi á 16. öld. Einnig verða flutt lög sem eru hvað þekkust í flutningi frægra söngkvenna, þar ber að nefna Ninu Simone, Édith Piaf og Billie Holliday. Einnig eru á efnisskránni fjögur lög sem samin voru sérstaklega fyrir Olgu. Fjölbreytni í lagavali og tónlistarstíl...

Lesa meira

Kynlíf í kaffitímanum

Al­gengt er að fólk stundi kyn­líf á kvöld­in en svo eru sum­ir sem vakna ekki al­menni­lega fyrr en eft­ir einn stutt­an. Besti kyn­lífs­tím­inn fyr­ir gagn­kyn­hneigð pör er þó hvorki á kvöld­in né á morgn­ana held­ur klukk­an þrjú á dag­inn. Þess­ar mik­il­vægu upp­lýs­ing­ar koma fram á vef Women’s Health en horm­óna­sér­fræðing­ur fær­ir rök fyr­ir því af hverju kaffi­tím­inn er sá hent­ug­asti. Karl­menn eru lík­legri til að standa sig lík­am­lega bet­ur í rúm­inu fyr­ir há­degi vegna testó­steróns. Hins veg­ar hækk­ar estrógenið seinna um dag­inn sem ger­ir þá betri til­finn­inga­lega séð. Seinni hlut­inn er líka hent­ug­ur út frá lík­ams­starf­semi kon­unn­ar, nán­ar til­tekið...

Lesa meira

Helgistund við Kirkjuhól

Klukkan 11:00 í morgun, sunnudaginn 8. júlí, var helgistund, með léttum brag, við minnisvarðann á Kirkjuhól, sem er rétt ofan við prestsetrið Hvanneyri á Siglufirði. Bæjarlistamaður Fjallabyggðar, Sturlaugur Kristjánsson lék undir almennum söng, og voru sungin sjómannalög. Fjölmenni var við athöfnina sem Sr. Sigríður Munda Jónsdóttir sóknarprestur í Ólafsfirði stýrði.   Forseti Íslands, Hr. Guðni Th. Jóhannesson var viðstaddur og tók þátt í athöfninni með öðrum gestum. Meðal þeirra voru Færeyingar sem nú dvelja á Siglufirði í tilefni Strandmenningar hátíðar sem staðið hefur síðan á miðvikudag, en fer nú brátt að ljúka.   Einnig var viðstaddur nokkur hópur úr...

Lesa meira

Bletturinn náði takmarki sínu á Karolina Fund

Feykir.is sagði frá því þann 7. júní sl., að hópfjármögnun væri hafin á Karolina Fund vegna viðhalds á Blettinum á Hvammstanga. Bletturinn er skógrækt sem Ingibjörg Pálsdóttir og Sigurður Helgi Eiríksson, búsett á Hvammstanga, byrjuðu á árið 1958. Þau hafa unnið í honum linnulaust síðan en sökum aldurs hefur þetta áhugamál ekki fengið að vaxa og dafna síðustu ár í verki og þarfnast Bletturinn mikils viðhalds og umhirðu. Takmarkið var að ná að safna 8.500 evrum, eða rúmri milljón íslenskra króna, á Karolina Fund og á miðnætti í gær þegar söfnuninni lauk, var takmarkinu náð. Nýta á fjármagnið í að...

Lesa meira

Smellið á mynd

vefmyndavélar – smellið á mynd

Aðalbakarí

Veðrið núna

Safn

Dagatal

febrúar 2019
S M Þ M F F L
« jan    
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
2425262728