Ásdís Magnea Gunnlaugsdóttir

Ásdís Magnea Gunnlaugsdóttir fæddist á Sólbakka Önundarfirði 18.mars 1939. Hún lést hjúkrunarheimilinu á Siglufirði 25.september 2020. Foreldrar Ásdísar voru Gunnlaugur Jónsson f. 7.maí 1907, d. 25.okt. 1974, og Kristín Magnúsdóttir f. 1.nóv. 1913, d. 25.sept. 1949. Bróðir hennar er Páll Gunnlaugsson f. 28.feb. 1936. Frá Sólbakka flutti fjölskyldan til Raufarhafnar og þaðan til Siglufjarðar.

Ásdís gekk í húsmæðraskólann á Löngumýri þegar hún var 15 ára. Eftir skólalok vann hún á Hótel Hvanneyri á Siglufirði og í rækjuvinnslu. Árið 1955 hóf hún störf á Hótel Höfn á Siglufirði og kynntist þar Sigurjóni Jóhannssyni skipstjóra f. 8.sept. 1928, d. 22.des. 2010, þau giftu sig þann 13.júlí 1957. Faðir hans var Jóhann Pétur Jónsson, f. 1.des. 1882, d. 11.okt. 1971. Móðir hans var Herdís Þorsteinsdóttir f. 30.júní 1893, d. 23.nóv. 1968.

Ásdís og Sigurjón áttu fjögur börn; 
1) Kristín Sigurjónsdóttir f. 7.feb.1958, gift Gunnari Smára Helgasyni. Hún á fjögur börn með fyrri manni sínum Þórði M. Sigurðssyni (þau skildu). Börn þeirra: a) Þórður Matthías, sambýliskona Sigríður Oddný Baldursdóttir, synir þeirra Haraldur Ívar og Matthías Baldur; b) Sigurjón Veigar, giftur Höllu G. Þórðardóttur, synir þeirra Kristján Gabríel, Engill Þór, Þórður Davíð og Óskar Máni; c) Sigurður Freyr, sambýliskona Sylvía Rós Sigurðardóttir, synir þeirra Sigurður Karl og Jökull Logi; d) Ragnar Freyr, sambýliskona Sara Valgerður Júlíusdóttir, synir þeirra Mikael Erik og drengur Ragnarsson. Fyrir átti Ragnar Gabríel Reyni f. 4. jan.2011, d. 21.júní 2012 með Söndru Grétarsdóttur.

2) Jóhann Sigurjónsson f. 5.des. 1960, giftur Shirley Sigurjónsson. Hann á þrjú börn með fyrri konu sinni Theresu Chu Sigurjónsson (þau skildu). Börn þeirra: a) Sarah Chu, gift Cory Vandervort, börn þeirra Emma Kristin, Finley Elizabeth, Owen Sterling og Evan Sterling; b) Kristín Chu, gift Nick Kirschner; c) Jóhann Pétur, giftur Heather Sigurjonsson.

3) Herdís Sigurjónsdóttir f. 8.des. 1965, gift Erlendi Erni Fjeldsted. Börn þeirra: a) Ásdís Magnea, sambýlismaður Arnfinnur Rúnar Sigmundsson; b) Sturla Sær, sambýliskona Gígja Teitsdóttir; c ) Sædís Erla. 

4) Sigurjón Sigurjónsson f. 23.jan. 1973, d. 26.jan. 1973.

Ásdís var lengst af húsmóðir á heimili þeirra Sigurjóns, Laugarvegi 15 á Siglufirði, og taldi það forréttindi að sinna uppeldi barnanna. Hún eyddi miklum tíma í handavinnu og garðyrkju. Árið 2002 stofnaði hún, ásamt vinkonum sínum, Gallerí Sigló sem var starfrækt í tólf ár. Þar gerði hún glerlistaverk og málaði postulín sem hún seldi, auk korta sem hún föndraði utan vinnu.

Ásdís var einnig virk í félagsstörfum á Siglufirði og var alla tíð í kvennadeild slysavarnarfélagsins þar. Auk þess var Ásdís ein af stofnendum Siglufjarðardeildar Garðyrkjufélags Íslands og var um tíð formaður þess, þar sem hún brann fyrir málefnum varðandi hreinsun og fegrun bæjarins.

Útför Ásdísar fer fram í Siglufjarðarkirkju í dag 17.október 2020, klukkan 14:00.


Smellið á myndina hér að neðan til að fylgjast með beinni útsendingu.