Vegna umsóknar Vegagerðarinnar þann 11. september 2020 um breytingar á framkvæmdum við Skarðsveg, þarf að gera breytingu á deiliskipulagi útivistarsvæðis í Hóls- og Skarðsdal og gera þar ráð fyrir námu til að vinna efni sem notað verður í fyllingu fyrir veg og bílastæði.

Einnig verður gerð breyting á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032 sem verður auglýst samhliða deiliskipulagsbreytingunni. Lagður fram breytingaruppdráttur sem unninn var á tæknideild, dags.20.01.2021.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar leggur til við bæjarstjórn að breytingartillagan verði auglýst í samræmi við 2.mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sjá nánar: HÉR