Búið er að opna Lágheiðina sem er á milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar, en heiðin hefur verið lokuð frá því í vetur. Þó eru enn hálkublettir og bleyta á heiðinni.
Í fyrra var vegurinn opnaður í byrjun júlí.
Viðhald vegarins er í lágmarki, en leiðin er skemmtileg akstursleið á milli bæjarkjarnanna í Fjallabyggð, heiðin liggur á milli byggðarlagsins Austur-Fljóta í Skagafirði og Ólafsfjarðar.
Vegurinn um Lágheiði var opnaður árið 1948 og fer mest í um 400 metra hæð.
Keyrt yfir Lágheiði í febrúar